Bærinn minn - Ólafsfjörður
Bærinn minn
Huggulegur smábær á Tröllaskaga, umvafinn fjalladýrð! Sumarhúsin við vatnið, fallega tjörnin og skíðastökkpallurinn inn í miðjum bæ sem brýtur skemmtilega upp umhverfið. Takið eftir öndinni á innsoginu „nei voða“! Rúsínan í pylsuendanum eru síðan pizzurnar í Höllinni, sem verða að teljast með þeim betri á landinu!
Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.
Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.