Bærinn minn - Sauðárkrókur
Bærinn minn
Sauðárkrókur var fyrsta viðfangsefnið í veggspjaldaseríunni og varð hugmyndin til þegar ég bjó sjálf erlendis og langaði í eitthvað sem minnti á bæinn minn.
Tindastóllinn, fallega kirkjan okkar, Hótel Tindastóll, Faxi á torginu, krossinn á nöfunum, vatnshúsið sem vel er farið að sjá á en er samt eitthvað svo fallegt, Ernan í fjörunni og síðast en ekki síst Ósmann sem fylgist vel með öllu.
Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.
Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.