Bærinn minn - Selfoss
Bærinn minn
Líflegur staður í hjarta Suðurlands þar sem borgarlíf og rólegur taktur litla þorpsins mætast. Nýr og glæsilegur miðbær þar sem gömlum húsum víða af landinu er gefið nýtt líf í notalegri stemmingu. Gullfosshúsið, Edinborgarhúsið, Bæjarísbúðin og Mjólkurbú Flóamanna sem er stútfullt af matarmenningu. Hringtorgið fjölfarna, Kirkjan, Ingólfsfjall og að sjálfsögðu hin mikla Ölfusá sem rennur í gegnum bæinn.
Bærinn minn er veggspjalda sería sem hefur það að markmiði að fanga anda hvers staðar á skemmtilegan og rómantískan hátt, með myndskreytingum af helstu kennileitum sem saman mynda fallega heildarmynd. Veggspjaldið sómar sér vel á heimilum bæjarbúa en er ekki síður frábær tækifærisgjöf fyrir brottflutta sem vilja minnast heimahaganna.
Athugið að veggspjaldið er án ramma.
Hægt að velja um stærð A4(21x30cm) eða 30x40cm.
Prentað á hágæða Canon ljósmyndapappír.